Telur ríkissjóð í gríðarlegri klemmu Kjartan Kjartansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 13. júní 2022 19:52 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Stöð 2 Stjórnarandstaðan deildi hart á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkissjóð í gríðarlegri klemmu þar sem um fjörutíu milljarðar króna hafi verið teknir úr honum í formi skattalækkanna á undanförnum árum. Það styttist óðum í þinglok þetta vorið og eru ýmis stór mál á dagskrá þessa dagana en í dag voru miklar umræður um nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Síðasta fjármálaáætlun var afgreidd í fyrra en frá þeim tíma hafa efnahagshorfur þó versnað og gerði ríkisstjórnin ýmsar tillögur að breytingum á áætluninni til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Samanlagt ættu breytingarnar að skila ríkissjóði tæpum 26 milljörðum króna en meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi tillöguna úr nefnd fyrir helgi og sat formaður nefndarinnar fyrir svörum í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og einn fulltrúi minnihluta nefndarinnar, gagnrýndi stjórnvöld harðlega í dag fyrir fálmkennda efnahagsstefnu og ómarkvissa áætlanagerð. „Sú fjármálaáætlun sem við fjöllum um hérna er í besta falli efnahagslega og óábyrg. Það er algjör skortur á því hvernig á að koma til móts við helstu áskoranir í íslensku samfélagi, húsnæðisvandann, heilbrigðiskerfið, framtíð menntakerfisins, sameiginlegar auðlindir, loftslagsmál, almannatryggingar og fjármálaáætlun fjallað svo sem lauslega um nokkrar af þessum ástæðum að áskorunum en hvergi einmitt á þennan heildstæða og sannfærandi hátt út frá sjónarhóli þingsins og þjóðar að það sé skiljanlegt hvernig þessar áskoranir lagist á næstu árum,“ sagði Björn Leví. Ekkert fjármagn í húsnæðisátak Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum að kerfislægum halla á ríkissjóði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búið væri að taka um fjörutíu milljarða króna út úr ríkissjóði í formi skattalækkana á undanförnum árum. Þetta skapaði gríðarlega klemmu fyrir ríkissjóð. Þannig væru þjónustusamningar við hjúkrunarheimili ekki fjármagnaðir í þessari fjármálaáætlun og hún stæði ekki undir grunnrekstri Landspítalans. „Síðan er boðuð stórtæk uppbygging stjórnvalda í húsnæðismálum. Hún fær ekkert fjármagn í þessari fjármálaáætlun,“ sagði Kristrún. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina standa frmami fyrir vandasömu verki eftir tvö ár af kórónuveirufaraldrinum og vegna Úkraínustríðsins nú. Verðbólga fari hækkandi og stjórnvöld bregðist við bæði með aðhaldsaðgerðum og með því að auka tekjur. „Við erum sannarlega bæði að reyna að bregðast við en líka að reyna að fylla upp í gatið sem meðal annars hefur skapast vegna þess að við höfum tapað mikið af bifreiðagjöldum. En við erum líka að leggja meira til,“ sagði hún. Meirihlutinn í fjárlaganefnd hefði bent á að hægt væri að gera fleira en lagt er til í þessari fjármálaáætlun. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. 13. júní 2022 15:45 Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. 12. júní 2022 08:47 Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. 10. júní 2022 19:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Það styttist óðum í þinglok þetta vorið og eru ýmis stór mál á dagskrá þessa dagana en í dag voru miklar umræður um nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Síðasta fjármálaáætlun var afgreidd í fyrra en frá þeim tíma hafa efnahagshorfur þó versnað og gerði ríkisstjórnin ýmsar tillögur að breytingum á áætluninni til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Samanlagt ættu breytingarnar að skila ríkissjóði tæpum 26 milljörðum króna en meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi tillöguna úr nefnd fyrir helgi og sat formaður nefndarinnar fyrir svörum í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og einn fulltrúi minnihluta nefndarinnar, gagnrýndi stjórnvöld harðlega í dag fyrir fálmkennda efnahagsstefnu og ómarkvissa áætlanagerð. „Sú fjármálaáætlun sem við fjöllum um hérna er í besta falli efnahagslega og óábyrg. Það er algjör skortur á því hvernig á að koma til móts við helstu áskoranir í íslensku samfélagi, húsnæðisvandann, heilbrigðiskerfið, framtíð menntakerfisins, sameiginlegar auðlindir, loftslagsmál, almannatryggingar og fjármálaáætlun fjallað svo sem lauslega um nokkrar af þessum ástæðum að áskorunum en hvergi einmitt á þennan heildstæða og sannfærandi hátt út frá sjónarhóli þingsins og þjóðar að það sé skiljanlegt hvernig þessar áskoranir lagist á næstu árum,“ sagði Björn Leví. Ekkert fjármagn í húsnæðisátak Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum að kerfislægum halla á ríkissjóði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búið væri að taka um fjörutíu milljarða króna út úr ríkissjóði í formi skattalækkana á undanförnum árum. Þetta skapaði gríðarlega klemmu fyrir ríkissjóð. Þannig væru þjónustusamningar við hjúkrunarheimili ekki fjármagnaðir í þessari fjármálaáætlun og hún stæði ekki undir grunnrekstri Landspítalans. „Síðan er boðuð stórtæk uppbygging stjórnvalda í húsnæðismálum. Hún fær ekkert fjármagn í þessari fjármálaáætlun,“ sagði Kristrún. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina standa frmami fyrir vandasömu verki eftir tvö ár af kórónuveirufaraldrinum og vegna Úkraínustríðsins nú. Verðbólga fari hækkandi og stjórnvöld bregðist við bæði með aðhaldsaðgerðum og með því að auka tekjur. „Við erum sannarlega bæði að reyna að bregðast við en líka að reyna að fylla upp í gatið sem meðal annars hefur skapast vegna þess að við höfum tapað mikið af bifreiðagjöldum. En við erum líka að leggja meira til,“ sagði hún. Meirihlutinn í fjárlaganefnd hefði bent á að hægt væri að gera fleira en lagt er til í þessari fjármálaáætlun.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. 13. júní 2022 15:45 Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. 12. júní 2022 08:47 Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. 10. júní 2022 19:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. 13. júní 2022 15:45
Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. 12. júní 2022 08:47
Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. 10. júní 2022 19:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent