Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júní 2022 15:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32
Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20