Ræddu að breyta innköstum í innspörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 08:01 Hver veit nema innköst muni heyra sögunni til þegar fram líða stundir. Harriet Lander/Getty Images Alþjóðaknattspyrnuráðið, IFAB, hittist í Doha – höfuðborg Katar – á mánudag. Þar var meðal annars rætt að breyta innköstum í innspörk. Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta. Fótbolti FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta.
Fótbolti FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira