Southgate segir að Rashford og Sancho þurfi að sanna sig fyrir HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:31 Þessir tveir áttu erfitt uppdráttar í vetur. Matthew Ashton/Getty Images Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur varað Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við. Þurfa þeir að sýna og sanna sig ætli þeir með enska landsliðinu á HM í Katar undir lok árs. Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira