Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 19:39 Bjarna Jónsyni, þingmanni Vinstri grænna, líst ekkert á að Héraðsvötn verði færð úr verndunarflokki. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. „Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni.
Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira