Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 19:21 Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. Ný rammáætlun leit loksins dagsins ljós í dag og stefnt er að afgreiðslu hennar og tuga annarra mála fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vísir/Vilhelm Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14