Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 11:30 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. Sá síðarnefndi er nýkrýndur Þýskalandsmeistari og gæti einnig orðið markakóngur. HSÍ Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp. Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira