Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 13:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að allir þurfi að sammælast að um forgangsmál sé að ræða. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði