Stjarnan setur gríðarlega pressu á Val með sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 11:00 Stjarnan fær Þór/KA í heimsókn í dag. Vísir/Hulda Margrét Fari svo að Stjarnan vinni Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag þá er liðið með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar Vals á toppi deildarinnar. Valur ætti vissulega leik til góða ásamt því að vera með mun betri markatölu en þegar rúmlega þriðjungur mótsins er búinn er staðan í deildinni að vissu leyti nokkuð óvænt. Allar spár fyrir mót bentu til þess að við myndum fá endurtekningu á undanförnum árum. Það er að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn. Óvænt úrslit í Lengjubikarnum gerðu það að verkum að allt í einu var talið að Stjarnan gæti átt möguleika þar sem Valur og Breiðablik virtust ekki jafn ógnarsterk og undanfarin ár. Valur er vissulega á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir en liðið er aðeins tveimur stigum á undan Selfossi sem er í öðru sæti og þremur á undan bæði Stjörnunni og Þrótti Reykjavík. Það sem stingur í er að Breiðablik situr í 5. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig þrátt fyrir að vera með næstbestu sókn deildarinnar sem og næstbestu vörnina. Valur trónir á toppi deildarinnar.Vísir/Diego Breiðablik hefur unnið fjóra stórsigra það sem af er sumri en tapað þremur leikjum, öllum 1-0. Annað hvort skorar liðið þrjú til fjögur mörk í leik eða það nær ekki að þenja netmöskvana. Stjarnan getur með sigri í dag jafnað Val tímabundið að stigum en Íslandsmeistararnir fá botnlið Aftureldingar í heimsókn annað kvöld. Það sem meira er, á morgun mætast Breiðablik og Selfoss á Kópavogsvelli. Með sigri gætu bikarmeistarar Blikar stokkið upp fyrir Selfyssinga í töflunni en ljóst er að 8. umferð Bestu deildar kvenna gæti skorið úr um hvaða lið ætla sér að vera í toppbaráttunni og hvaða lið ætla að vera í hvorugri baráttunni, á toppi né botni. Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 14.00 en útsending klukkan 13.50. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Valur ætti vissulega leik til góða ásamt því að vera með mun betri markatölu en þegar rúmlega þriðjungur mótsins er búinn er staðan í deildinni að vissu leyti nokkuð óvænt. Allar spár fyrir mót bentu til þess að við myndum fá endurtekningu á undanförnum árum. Það er að Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks myndu berjast um titilinn. Óvænt úrslit í Lengjubikarnum gerðu það að verkum að allt í einu var talið að Stjarnan gæti átt möguleika þar sem Valur og Breiðablik virtust ekki jafn ógnarsterk og undanfarin ár. Valur er vissulega á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir en liðið er aðeins tveimur stigum á undan Selfossi sem er í öðru sæti og þremur á undan bæði Stjörnunni og Þrótti Reykjavík. Það sem stingur í er að Breiðablik situr í 5. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig þrátt fyrir að vera með næstbestu sókn deildarinnar sem og næstbestu vörnina. Valur trónir á toppi deildarinnar.Vísir/Diego Breiðablik hefur unnið fjóra stórsigra það sem af er sumri en tapað þremur leikjum, öllum 1-0. Annað hvort skorar liðið þrjú til fjögur mörk í leik eða það nær ekki að þenja netmöskvana. Stjarnan getur með sigri í dag jafnað Val tímabundið að stigum en Íslandsmeistararnir fá botnlið Aftureldingar í heimsókn annað kvöld. Það sem meira er, á morgun mætast Breiðablik og Selfoss á Kópavogsvelli. Með sigri gætu bikarmeistarar Blikar stokkið upp fyrir Selfyssinga í töflunni en ljóst er að 8. umferð Bestu deildar kvenna gæti skorið úr um hvaða lið ætla sér að vera í toppbaráttunni og hvaða lið ætla að vera í hvorugri baráttunni, á toppi né botni. Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 14.00 en útsending klukkan 13.50.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira