„Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 10:01 Feðgarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Arason féllust í faðma eftir að Gísli afrekaði það sem pabbi hans gerði fyrir 34 árum, að verða þýskur meistari. Samsett/Facebook Gísli Þorgeir Kristjánsson varð á fimmtudagskvöld Þýskalandsmeistari í handbolta fyrir framan pabba sinn, Kristján Arason, sem einnig hefur það á ferilskránni að hafa orðið Þýskalandsmeistari. Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira