Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 17:31 Paul Pogba ætlar að velja vel og vandlega. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum. Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira