Kalla eftir að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. júní 2022 19:12 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Félag íslenskra bifreiðaeigenda kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði, sem hefur aldrei verið hærra. Framkvæmdastjóri félagsins segir hækkanirnar sérstaklega koma niður á þeim sem hafi minna á milli handanna og þeim sem þurfi að ferðast langar vegalengdir. „Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt ástand. Við sjáum það að lítraverðið hefur bara farið daghækkandi núna undanfarið og við höfum aldrei séð svona verð áður. Það má heldur ekki gleyma því að þetta hefur veruleg áhrif á vísitöluna og þar með allar skuldbindingar fólks,“ sagði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þegar fréttastofa tók saman bensínverð í dag kostaði lítrinn á N1 325,9 krónur en þegar fréttamaður okkar mætti á N1 Hringbraut til að ræða við Runólf í beinni útsendingu hafði lítraverðið hækkað upp í 328,9 krónur. Runólfur segir ljóst hvað þurfi að gera í málinu. Bensínverðið á N1 Hringbraut var komið upp í 328,9 krónur á lítrann um hálf sjö í kvöld.Vísir/Egill „Það er ósköp ljóst að okkar mati að það þarf að gera eitthvað á þessum tímapunkti og það hefur verið gert áður. Mörg stjórnvöld í kring um okkur eru að gera það,“ segir Runólfur. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist beint við kalli FÍB. „Nei, í rauninni bara óformlega í gegn um fjölmiðla og þá hefur þessu verið ruglað saman við kolefnisútlosun og eitthvað slíkt en þarna er auðvitað brennandi þörf til að grípa til aðgerða og auðvitað kemur þetta sérlega illa niður á þeim sem hafa minna á milli handanna og líka á þeim sem hafa um lengri veg að fara, til dæmis til að sækja þjónustu eða vinnu,“ segir Runólfur. Hann segir rök stjórnvalda um að bensínverð sé svo hátt vegna kolefnisskatts ekki standast. „Það hafa verið ein af rökunum en nú hefur verið óeðlilegt ástand. Við erum að sjá að lítraverðið hefur hækkað um fimmtíu prósent á heimsmarkaði frá því að átökin í Úkraínu hófust og hefur hækkað um 100 prósent ef við förum eitt ár aftur í tímann þannig að þetta er mjög óeðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu en við ráðum sköttunum sem er helmingurinn af útsöluverðinu, þessum 328,9 krónum.“ Bensín og olía Verðlag Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög óeðlilegt ástand. Við sjáum það að lítraverðið hefur bara farið daghækkandi núna undanfarið og við höfum aldrei séð svona verð áður. Það má heldur ekki gleyma því að þetta hefur veruleg áhrif á vísitöluna og þar með allar skuldbindingar fólks,“ sagði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þegar fréttastofa tók saman bensínverð í dag kostaði lítrinn á N1 325,9 krónur en þegar fréttamaður okkar mætti á N1 Hringbraut til að ræða við Runólf í beinni útsendingu hafði lítraverðið hækkað upp í 328,9 krónur. Runólfur segir ljóst hvað þurfi að gera í málinu. Bensínverðið á N1 Hringbraut var komið upp í 328,9 krónur á lítrann um hálf sjö í kvöld.Vísir/Egill „Það er ósköp ljóst að okkar mati að það þarf að gera eitthvað á þessum tímapunkti og það hefur verið gert áður. Mörg stjórnvöld í kring um okkur eru að gera það,“ segir Runólfur. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki brugðist beint við kalli FÍB. „Nei, í rauninni bara óformlega í gegn um fjölmiðla og þá hefur þessu verið ruglað saman við kolefnisútlosun og eitthvað slíkt en þarna er auðvitað brennandi þörf til að grípa til aðgerða og auðvitað kemur þetta sérlega illa niður á þeim sem hafa minna á milli handanna og líka á þeim sem hafa um lengri veg að fara, til dæmis til að sækja þjónustu eða vinnu,“ segir Runólfur. Hann segir rök stjórnvalda um að bensínverð sé svo hátt vegna kolefnisskatts ekki standast. „Það hafa verið ein af rökunum en nú hefur verið óeðlilegt ástand. Við erum að sjá að lítraverðið hefur hækkað um fimmtíu prósent á heimsmarkaði frá því að átökin í Úkraínu hófust og hefur hækkað um 100 prósent ef við förum eitt ár aftur í tímann þannig að þetta er mjög óeðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu en við ráðum sköttunum sem er helmingurinn af útsöluverðinu, þessum 328,9 krónum.“
Bensín og olía Verðlag Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00
Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. 1. júní 2022 10:49
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent