„Stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu“ Elísabet Hanna skrifar 1. júní 2022 11:30 Thelma hefur farið í gegnum mikla sjálfsvinnu síðustu ár. Helgi Ómarsson Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Thelma Guðmundsen hefur lent í fjölda áfalla í gegnum tíðina. Hún átti erfitt með skóla í æsku, leið ekki vel heima hjá sér, náði illa saman við mömmu sína og átti í slæmu sambandi við pabba sinn. Hún flutti að heiman aðeins sextán ára gömul. Það var röð áfalla sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og byrjaði að vinna í sér. Thelma var gestur í Helgaspjallinu þar sem hún ræðir erfiða æsku, sjálfsvinnuna, hvernig hún lærði að setja mörk og áföllin sem hún hefur farið í gegnum. Þátturinn er í heild sinni hér að neðan. Send í villingaskóla „Ástandið heima er bara orðið þannig að ég og mamma náum mjög illa saman og margt í gangi, ég stend mig illa í skóla, mæti illa, er send í svona villingaskóla,“ segir hún um uppeldið. Thelma flutti út ung að aldri og þurfti því snemma að takast á við ábyrgðina sem fylgir því að vera fullorðin. Hún segir að sem brotin sautján, átján ára stelpa hafi hún þráð að vera samþykkt og hafi reynt að sækja í samþykki hjá hinu kyninu. Hún segist hafa farið úr einu sambandi í annað og stanslaust verið að sækjast eftir viðurkenningu frá einstaklingum sem voru ekki að fara að gefa henni hana. Ofbeldissambönd Thelma talar um að hafa verið í tveimur ofbeldissamböndum á sínum yngri árum, bæði andlegum og líkamlegum. Hún segist hafa misst tengsl við marga í kringum sig á þeim tíma, líkt og tíðkast í slíkum samböndum. „Sækist líka alltaf bara í það sem ég fæ frá æskunni, það er allt þetta með áfengi og allt þetta sem þeir höfðu líka,“ segir hún um uppeldið sem mótaði hana. „Ég er búin að vinna úr ýmsu bæði með mömmu mína og pabba minn og mér finnst mikilvægt að koma ekki hérna og vera að segja mína sögu og segja sögu annarra, ég tala út frá mér,“ segir hún. „Sem foreldri í dag þá finnst mér ábygðin ávallt vera á foreldrum varðandi börnin okkar og ég tala sjálf sem móðir.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Lamaðist í andlitinu Útaf uppsafnaðari streitu, ofkeyrslu og áföllum lendir hún í því að lamast á annarri hlið andlitsins. Viku eftir það er brotið á henni. Það var lokahöggið og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að fara að vinna í sjálfri sér. Eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu atvinnurekanda, eftir önnur slík áföll í fortíðinni, leitaði hún sér hjálpar hjá Stígamótum. Þar fór hún að vinna úr öllu sem hafði átt sér stað og dýfði sér ofan í sjálfsvinnu. „Og þá fyrst gerist eitthvað, þá fer ég fyrst að alvöru vinna í sjálfri mér. Ég þurfti að lenda í svo ótrúlega mörgum áföllum áður en ég fór að hlusta á líkamann minn.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Tekur rosalega á að vinna úr áföllum „Ég var á þeim stað meira að segja, stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu til þess að fara í tíma hjá Stígamótum. Þannig að ég hringdi í Önnu, ráðgjafann minn og bara talaði við hana símleiðis. Ég gat ekki hreyft mig.“ Thelma segir það taka rosalega á að vinna úr svona áföllum og fari mikil orka í verkefnið. Hún segist hafa átt erfitt með að komast yfir allt sem hafði gengið á og á tímabili hafi henni liðið eins og verkefnið væri óyfirstíganlegt. Hún minnist þess að hafa verið að labba yfir brú eftir fyrsta tímann þar sem hún var að opna á lífsreynslu sem hún hafði lokað á svo lengi. „Ég var að tala við eina af bestu vinkonum mínum og ég sagði bara: Ég get ekki meir, ég bara get ekki meir og á þessum tímapunkti þá langaði mig rosalega mikið að bara hoppa niður af þessari brú.“ Ég sá ekki að þessi sársauki yrði eitthvað minni.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) „Ég var búin að halda lokuðu svo lengi: Æskan, foreldrar mínir, að vera aldrei samþykkt, að vera aldrei nóg eða of mikið, ofbeldi ofan á kynferisofbeldi, brotin loforð, framhjáhald varðandi maka sem ég þráði samþykki frá, allskonar svona sem litla Thelma áttaði sig enganvegin á að það var bara grunnurinn að þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Það var röð áfalla sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og byrjaði að vinna í sér. Thelma var gestur í Helgaspjallinu þar sem hún ræðir erfiða æsku, sjálfsvinnuna, hvernig hún lærði að setja mörk og áföllin sem hún hefur farið í gegnum. Þátturinn er í heild sinni hér að neðan. Send í villingaskóla „Ástandið heima er bara orðið þannig að ég og mamma náum mjög illa saman og margt í gangi, ég stend mig illa í skóla, mæti illa, er send í svona villingaskóla,“ segir hún um uppeldið. Thelma flutti út ung að aldri og þurfti því snemma að takast á við ábyrgðina sem fylgir því að vera fullorðin. Hún segir að sem brotin sautján, átján ára stelpa hafi hún þráð að vera samþykkt og hafi reynt að sækja í samþykki hjá hinu kyninu. Hún segist hafa farið úr einu sambandi í annað og stanslaust verið að sækjast eftir viðurkenningu frá einstaklingum sem voru ekki að fara að gefa henni hana. Ofbeldissambönd Thelma talar um að hafa verið í tveimur ofbeldissamböndum á sínum yngri árum, bæði andlegum og líkamlegum. Hún segist hafa misst tengsl við marga í kringum sig á þeim tíma, líkt og tíðkast í slíkum samböndum. „Sækist líka alltaf bara í það sem ég fæ frá æskunni, það er allt þetta með áfengi og allt þetta sem þeir höfðu líka,“ segir hún um uppeldið sem mótaði hana. „Ég er búin að vinna úr ýmsu bæði með mömmu mína og pabba minn og mér finnst mikilvægt að koma ekki hérna og vera að segja mína sögu og segja sögu annarra, ég tala út frá mér,“ segir hún. „Sem foreldri í dag þá finnst mér ábygðin ávallt vera á foreldrum varðandi börnin okkar og ég tala sjálf sem móðir.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Lamaðist í andlitinu Útaf uppsafnaðari streitu, ofkeyrslu og áföllum lendir hún í því að lamast á annarri hlið andlitsins. Viku eftir það er brotið á henni. Það var lokahöggið og í kjölfarið tók hún þá ákvörðun að fara að vinna í sjálfri sér. Eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu atvinnurekanda, eftir önnur slík áföll í fortíðinni, leitaði hún sér hjálpar hjá Stígamótum. Þar fór hún að vinna úr öllu sem hafði átt sér stað og dýfði sér ofan í sjálfsvinnu. „Og þá fyrst gerist eitthvað, þá fer ég fyrst að alvöru vinna í sjálfri mér. Ég þurfti að lenda í svo ótrúlega mörgum áföllum áður en ég fór að hlusta á líkamann minn.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Tekur rosalega á að vinna úr áföllum „Ég var á þeim stað meira að segja, stundum gat ég ekki farið fram úr rúminu til þess að fara í tíma hjá Stígamótum. Þannig að ég hringdi í Önnu, ráðgjafann minn og bara talaði við hana símleiðis. Ég gat ekki hreyft mig.“ Thelma segir það taka rosalega á að vinna úr svona áföllum og fari mikil orka í verkefnið. Hún segist hafa átt erfitt með að komast yfir allt sem hafði gengið á og á tímabili hafi henni liðið eins og verkefnið væri óyfirstíganlegt. Hún minnist þess að hafa verið að labba yfir brú eftir fyrsta tímann þar sem hún var að opna á lífsreynslu sem hún hafði lokað á svo lengi. „Ég var að tala við eina af bestu vinkonum mínum og ég sagði bara: Ég get ekki meir, ég bara get ekki meir og á þessum tímapunkti þá langaði mig rosalega mikið að bara hoppa niður af þessari brú.“ Ég sá ekki að þessi sársauki yrði eitthvað minni.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) „Ég var búin að halda lokuðu svo lengi: Æskan, foreldrar mínir, að vera aldrei samþykkt, að vera aldrei nóg eða of mikið, ofbeldi ofan á kynferisofbeldi, brotin loforð, framhjáhald varðandi maka sem ég þráði samþykki frá, allskonar svona sem litla Thelma áttaði sig enganvegin á að það var bara grunnurinn að þessu öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Gudmundsen (@thelmagudmunds) Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi getur þú pantað tíma hjá Stígamótum með því að senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is eða hringja í síma 562-6868. Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“ Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind. 1. desember 2019 07:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein