Fóru yfir agavandamál Eyjamanna: Lárus Orri telur að Guðjón Pétur spili ekki aftur fyrir ÍBV Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 07:30 Guðjón Pétur reynir að stinga Kristinn Frey Sigurðsson af í leik ÍBV gegn FH í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bestu deild karla í fótbolta til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir átta umferðir og hefur ekki unnið leik. Það virðist lítill agi vera á liðinu sem hefur sankað að sér spjöldum og þá er Guðjón Pétur Lýðsson í vikustraffi. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur hins vegar að miðjumaðurinn spili ekki aftur fyrir félagið. „Mér finnst að það sé kjörið tækifæri hjá ÍBV að byrja mótið frá síðasta leik. Þá kemur upp augnablik þar sem Guðjón Pétur Lýðsson er takinn af velli og honum lendir saman við Hermann (Hreiðarsson, þjálfara),“ segir Lárus Orri. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 „Það hafa margir séð það myndband. Guðjón Pétur er tekinn af velli og þó maður heyri ekki hvað er sagt þá virðist vera eins og hann hreyti einhverju (í Hermann). Guðjón er ósáttur, þeir fara eitthvað saman og það er gengið á milli. Guðjón virðist síðan ganga til búningsherbergja,“ sagði Guðmundur Benediktsson um atvikið sem sjá má hér að ofan. „Hemmi kom inn á það að hann væri í vikustraffi. Hann er reyndar í lengra straffi því Hemmi veit alveg að það eru landsleikir þannig að hann er allavegana í þriggja vikna straffi,“ bætti Guðmundur við. „Rauða spjaldið sem Elvis (Okello Bwomono) fær í þeim líka var alveg skelfilegt. Bæði gulu spjöldin voru alveg út úr kú. Svo er það þetta augnablik með Hans (Kamta Mpongo) og vítaspyrnuna (sem Andri Rúnar Bjarnason tók og klúðraði),“ bætti Lárus Orri við og heldur áfram. „Núna er landsleikjahlé og ég held það sé ekkert lið fegnara því en ÍBV. Þeir eiga að nota þetta hlé til þess að byrja á því að útkljá öll þessi mál. Hemmi er nú í lykilstöðu til að afgreiða þessi mál og taka fast á þessu öllu saman. Þeir þurfa að taka hart á öllum þessum málum og sýna að þeim er alvara.“ Albert Brynjar Ingason lagði svo orð í belg. „Til að koma aðeins inn á þennan punkt með stöðuna á liðinu. Það er búið að vera rosalega neikvæð umræða í kringum liðið. Það bætist ofan á það með Guðjón Pétur, svo gerist þetta atvik gegn ÍA.“ „ÍBV dettur svo út úr bikarnum gegn Fylki (sem leika í Lengjudeildinni) þar sem Tómas Bent Magnússon fer í glórulausa tæklingu á gulu spjaldi og er sendur af velli. Hemmi kemur ekki í viðtal eftir leik sem mér fannst rosalega skrítin ákvörðun. Umræðan er orðin neikvæð, að gera ekki sitt allra besta til að stýra henni í rétta átt. Að sleppa viðtali þarna býr til enn eina neikvæðu fyrirsögnina.“ Að lokum spurði Guðmundur einfaldlega hvort Guðjón Pétur myndi spila aftur fyrir ÍBV. „Það kæmi mér á óvart, yrði hissa ef ég myndi sjá það. Þetta sem maður sér þegar hann kemur út af á ekki að eiga sér stað hjá nokkrum leikmönnum. Hvað þá hjá svona reyndum leikmanni,“ sagði Lárus Orri. „Ég set alveg spurningamerki við það að þjálfari sé að fara upp í andlitið á leikmanni. Í staðinn fyrir að Guðjón Pétur missi sig þá ertu kominn með þjálfarann í það líka,“ sagði Albert Brynjar um atvikið en lét þó vera að spá fyrir um hvort Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV eftir landsleikjahlé. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Agavandamál ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Stúkan Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn