Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 15:00 Hörður Magnússon stýrði Pepsi Mörkunum á Stöð 2 Sport um árabil. Hann starfar í dag fyrir Viaplay. Vísir/Vilhelm Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn