Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:31 Steve Cooper með bikarinn sem Nottingham fékk fyrir að vinna úrslitaleik umspilsins. James Gill - Danehouse/Getty Images Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira