Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 14:31 Mané hefur náð miklum árangri hjá Liverpool en hefur verið orðaður við brottför í sumar. James Gill - Danehouse/Getty Images Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira
Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Sjá meira