Metin sem gætu fallið á morgun Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 13:31 Karim Benzema, Carlo Ancelotti og Alisson gætu allir skráð sig á spjöld sögunnar annað kvöld. Getty Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira