Bakslag hjá Birnu: „Sumt fólk lærir víst aldrei“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 16:01 Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í aðra hnéaðgerð en er jákvæð eftir hana og stefnir á að geta spilað fyrsta leik á nýju tímabili í haust. Instagram/@birnaberg Skyttan öfluga Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, segist hafa flýtt sér um of í endurhæfingunni eftir krossbandsslit í hné og þurfi að muna að sýna meiri þolinmæði. Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira