Bakslag hjá Birnu: „Sumt fólk lærir víst aldrei“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 16:01 Birna Berg Haraldsdóttir þurfti að fara í aðra hnéaðgerð en er jákvæð eftir hana og stefnir á að geta spilað fyrsta leik á nýju tímabili í haust. Instagram/@birnaberg Skyttan öfluga Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, segist hafa flýtt sér um of í endurhæfingunni eftir krossbandsslit í hné og þurfi að muna að sýna meiri þolinmæði. Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Birna sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum í september síðastliðnum og missti því af nær allri leiktíðinni með ÍBV. Hún virtist á mjög góðum batavegi í vor en varð á endanum að fara í aðra, minni háttar aðgerð eftir að hafa farið fram úr sér, eins og hún orðar það sjálf í samtali við handbolta.is. Í seinni aðgerðinni var örvefur fjarlægður úr hnénu sem valdið hafði Birnu miklum verkjum sem hún hugðist í fyrstu ætla að leiða hjá sér. Birna birti mynd af sér úr sjúkrarúminu á Instagram eftir aðgerðina og skrifaði: „Því miður er þetta ekki gömul mynd til upprifjunar. Ég fékk smá bakslag í endurhæfinguna vegna krossbandsslitanna en vonandi er búið að bæta úr því núna. Þetta var áminning fyrir mig um að stoppa þegar ég fer yfir strikið og sýna meiri þolinmæði, en sumt fólk lærir víst aldrei. Það er bara svo erfitt þegar maður þráir eitthvað svo mikið.“ View this post on Instagram A post shared by Birna Berg Haraldsdo ttir (@birnaberg) Án Birnu féll ÍBV úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Fram. Birna kveðst í samtali við handbolta.is áfram setja stefnuna á að vera tilbúin í fyrst aleik á næsta tímabili en bætir við: „Þó að markmiðið sé áfram að vera klár í fyrsta leik á næsta tímabili verð ég líka aðeins að hugsa til lengri tíma ef ég ætla að spila handbolta í eins mörg ár og ég vil.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira