Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 15:00 Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Lovísa Thompson reyna að stoppa Karen Knútsdóttur í síðasta leik en Karen kom með beinum hætti að sautján mörkum Framliðsins í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu. Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6) Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira