Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 15:50 Atlantsolía og Skeljungur höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og höfðu betur. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls. Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér. Dómsmál Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér.
Dómsmál Bensín og olía Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira