„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 12:01 Stiven Valencia hefur farið á kostum með ógnarsterku liði Vals og stefnir á atvinnumennsku og landsliðið. Stöð 2 Sport Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar. Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þetta kom fram í skemmtilegu spjalli Stivens við strákana í Seinni bylgjunni eftir magnaðan stórsigur Vals á ÍBV í gærkvöld í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Stiven og félagar í Val virðast afar líklegir til að landa titlinum líkt og í fyrra og hann nýtur sín frábærlega, bæði í vörn og sókn, undir stjórn þjálfarans og silfurdrengsins Snorra Steins Guðjónssonar: „Ég elska Snorra, við náum mjög vel saman. Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn. Við erum mikið að djóka hvor í öðrum,“ sagði Stiven og benti á að Snorri ætti sinn þátt í því hve vel hann hefði þróast sem varnarmaður síðustu misseri. Klippa: Stiven laufléttur eftir frábæran sigur Vals Það er þó ekki síst hraðinn og krafturinn í Stiven í hraðaupphlaupum sem vakið hefur athygli, og hvernig þeir Björgvin Páll Gústavsson markvörður vinna saman. „Ég og Bjöggi náum vel saman. Ég segi alltaf við Bjögga: Kastaðu þessu fram og ég næ þessu,“ sagði Stiven sem hefur sýnt að hann er með mikinn stökkkraft: „Það halda kannski allir að ég sé alltaf að „taka lappir“ [lappaæfingar í ræktinni] en ég tek aldrei lappir. Þetta er bara í genunum, eitthvað náttúrulegt.“ „Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum“ Stiven æfði einnig fótbolta á árum áður og prófaði sig áfram í píanónámi. Þá hefur hann verið að geta sér orð sem DJ: „Þetta er bara smá hobbí hjá mér. Ég byrjaði eitthvað að leika mér í þessu og svo þekkir maður mann. Einhvern veginn endaði ég á að spila á 203 klúbbnum og það gengur bara ágætlega. Ég er ekki að gigga mikið, sérstaklega núna þegar ég er í úrslitakeppninni, en maður tekur eitt og eitt,“ sagði Stiven léttur en allt spjallið við hann má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16
Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 19. maí 2022 21:11
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn