Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 09:01 Sara Björk hefur ákveðið að róa á önnur mið þegar tímabilinu lýkur. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar. Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar.
Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00