Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:31 Antonio Conte gefur Mikel Arteta faðmlag fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte. Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte.
Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira