Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:31 Antonio Conte gefur Mikel Arteta faðmlag fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira