Oddvitaáskorunin: Handtekinn í Rússlandi fyrir að rjúfa útgöngubann Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 09:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er kvæntur Elínborgu Bárðardóttur, við eigum þrjá syni og einn ömmu/afa strák. Kópavogur hefur verið heimili mitt meira og minna frá tveggja ára aldri. Ég hef búið á 6 stöðum í Kópavogi en núna bý ég á Kársnesinu. Ég er stúdent frá MK eftir að hafa gengið í grunnskóla í Kópavogsskóla og Víghól. Ég lærði læknisfræði í HÍ og fór síðan í sérnám í lyf- og öldrunarlækningum til Bandaríkjanna. Ég hef starfað lengst af við endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, og vinn núna á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Alla tíð hef ég haft mikinn áhuga á samfélagsmálum, og fylgst með stjórnmálum frá því ég var krakki. Þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð fann ég flokk sem ég gat samsamað mér við. Áherslan á velferð og sterk umhverfisvitundin skipta mig miklu máli. Ég skipti mér fyrst af pólitík 2002, með virkum hætti, og var kosinn í bæjarstjórn Kópavogs 2006, þar sem ég sat til 2017 þegar ég var kosinn á Alþingi. Nú býð ég aftur fram krafta mína í bæjarstjórn eftir 5 ára hlé. Ég geri meira en að hugsa um pólitík. Ég lærði söng í nokkur ár og hef sungið í kórum frá því ég var 16 ára, nú síðast í Söngfjelaginu. Ég hef mjög gaman af því að hjóla, hef farið margar ferðir um hálendið á reiðhjóli, og hjólað í vinnuna. Mér finnst mjög gaman að ganga, bæði dags daglega um Kársnesið, til að fylgjast með fuglalífinu í kringum nesið, og um óbyggðir Íslands. Ég spila golf á sumrin og hef mikinn áhuga á körfubolta. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að tína ber, aðallega aðalbláber. Við berjatínslu sameinast margt af því sem mér finnst skemmtilegast. Náttúruupplifun, kapp og keppnisskap, og síðast en ekki síst að gera gagn. Sveitarstjórnarmál eiga nefnilega að snúast um viljann til að gera samfélaginu gagn, um leið og maður hefur áhuga á umhverfi sínu. Góðum hugmyndum þarf að fylgja eftir. Með því að hlusta og leggja gott til málanna, með reynslu minni og sýn á samfélagið, vonast ég til að geta hjálpað við að færa okkur öll fram á við. Klippa: Oddvitaáskorun - Ólafur Þór Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru mjög margir mjög fallegir staðir, en ef ég yrði að velja væri Aðalvík og svæðið við Stakkadalsárósinn þar mjög ofarlega. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umhirða hjóla og göngustíga, sérstaklega tengingar, og þá einkum á vetrum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Berjatínsla á aðalbláberjum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var handtekinn í Rússlandi, í Arkhangelsk við Hvítahaf, fyrir að hafa rofið útgöngubann. Ég ásamt nokkrum öðrum skipverjum á Mælifellinu vorum teknir og hafðir í haldi í nokkra klukkutíma. Hvað færðu þér á pizzu? Það sem fjölskyldan pantar eða það sem er til þegar hún er bökuð heima. Hvaða lag peppar þig mest? Simply the best með Tinu Turner. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Það reynir svo sjaldan á það, en meira en 10 minna en 30. Göngutúr eða skokk? Bæði. Uppáhalds brandari? Tvær kýr voru úti á haga. Önnur sagði: muuu. Þá sagði hin: ooh einmitt það sem ég ætlaði að segja. Hvað er þitt draumafríi? Mig langar að fara til Alaska að skoða Denali. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie eða Ian Anderson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að reiða reiðhjól yfir stærstu eyðimörk Evrópu (Dyngjusand), í glampandi sól og brakandi þurrki. Seinna rann Holuhraun yfir hluta leiðarinnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ingvar Sigurðsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, hef búið í vinnubúðum úti á landi. Áhrifamesta kvikmyndin? The Mission. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ísafjörð eða Borgarnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum, öll platan. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson leiðir lista Vinstri grænna í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég er kvæntur Elínborgu Bárðardóttur, við eigum þrjá syni og einn ömmu/afa strák. Kópavogur hefur verið heimili mitt meira og minna frá tveggja ára aldri. Ég hef búið á 6 stöðum í Kópavogi en núna bý ég á Kársnesinu. Ég er stúdent frá MK eftir að hafa gengið í grunnskóla í Kópavogsskóla og Víghól. Ég lærði læknisfræði í HÍ og fór síðan í sérnám í lyf- og öldrunarlækningum til Bandaríkjanna. Ég hef starfað lengst af við endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, og vinn núna á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Alla tíð hef ég haft mikinn áhuga á samfélagsmálum, og fylgst með stjórnmálum frá því ég var krakki. Þegar Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð fann ég flokk sem ég gat samsamað mér við. Áherslan á velferð og sterk umhverfisvitundin skipta mig miklu máli. Ég skipti mér fyrst af pólitík 2002, með virkum hætti, og var kosinn í bæjarstjórn Kópavogs 2006, þar sem ég sat til 2017 þegar ég var kosinn á Alþingi. Nú býð ég aftur fram krafta mína í bæjarstjórn eftir 5 ára hlé. Ég geri meira en að hugsa um pólitík. Ég lærði söng í nokkur ár og hef sungið í kórum frá því ég var 16 ára, nú síðast í Söngfjelaginu. Ég hef mjög gaman af því að hjóla, hef farið margar ferðir um hálendið á reiðhjóli, og hjólað í vinnuna. Mér finnst mjög gaman að ganga, bæði dags daglega um Kársnesið, til að fylgjast með fuglalífinu í kringum nesið, og um óbyggðir Íslands. Ég spila golf á sumrin og hef mikinn áhuga á körfubolta. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að tína ber, aðallega aðalbláber. Við berjatínslu sameinast margt af því sem mér finnst skemmtilegast. Náttúruupplifun, kapp og keppnisskap, og síðast en ekki síst að gera gagn. Sveitarstjórnarmál eiga nefnilega að snúast um viljann til að gera samfélaginu gagn, um leið og maður hefur áhuga á umhverfi sínu. Góðum hugmyndum þarf að fylgja eftir. Með því að hlusta og leggja gott til málanna, með reynslu minni og sýn á samfélagið, vonast ég til að geta hjálpað við að færa okkur öll fram á við. Klippa: Oddvitaáskorun - Ólafur Þór Gunnarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru mjög margir mjög fallegir staðir, en ef ég yrði að velja væri Aðalvík og svæðið við Stakkadalsárósinn þar mjög ofarlega. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umhirða hjóla og göngustíga, sérstaklega tengingar, og þá einkum á vetrum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Berjatínsla á aðalbláberjum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var handtekinn í Rússlandi, í Arkhangelsk við Hvítahaf, fyrir að hafa rofið útgöngubann. Ég ásamt nokkrum öðrum skipverjum á Mælifellinu vorum teknir og hafðir í haldi í nokkra klukkutíma. Hvað færðu þér á pizzu? Það sem fjölskyldan pantar eða það sem er til þegar hún er bökuð heima. Hvaða lag peppar þig mest? Simply the best með Tinu Turner. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Það reynir svo sjaldan á það, en meira en 10 minna en 30. Göngutúr eða skokk? Bæði. Uppáhalds brandari? Tvær kýr voru úti á haga. Önnur sagði: muuu. Þá sagði hin: ooh einmitt það sem ég ætlaði að segja. Hvað er þitt draumafríi? Mig langar að fara til Alaska að skoða Denali. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie eða Ian Anderson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að reiða reiðhjól yfir stærstu eyðimörk Evrópu (Dyngjusand), í glampandi sól og brakandi þurrki. Seinna rann Holuhraun yfir hluta leiðarinnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ingvar Sigurðsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, hef búið í vinnubúðum úti á landi. Áhrifamesta kvikmyndin? The Mission. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ísafjörð eða Borgarnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Lög unga fólksins með Hrekkjusvínunum, öll platan.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira