Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 12:30 Arnór Viðarsson hefur staðið sig frábærlega með ÍBV liðinu í úrslitakeppninni. Vísir/Rakel Rún Garðarsdóttir Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Arnór endaði leikinn með fimm mörk, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Hjá HB Statz var hann besti maðurinn, besti sóknarmaðurinn og besti varnarmaðurinn í leiknum. Það er eins og Arnór hafi hreinlega skipt um gír þegar úrslitakeppnin byrjaði. Hann var að skora 1,6 mörk í leik í deildarkeppninni en er með 4,2 mörk að meðaltali í leik í fyrstu sex leikjunum í úrslitakeppninni. Arnór skoraði 36 mörk samtals í 22 leikjum í deildinni og er aðeins ellefu mörkum frá því að jafna þá tölu í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppnina, kominn með 25 mörk í sex leikjum. Frammistaða þessa tvítuga stráks var ekki síst mikilvæg eftir að Sigtryggur Daði Rúnarsson meiddist í leik tvö á móti Haukum. Í síðustu tveimur leikjum án Sigtryggs þá var Arnór með 75 prósent skotnýting (9 af 12) og gaf að auki sjö stoðsendingar. Það er einkum frábær skotnýting hans sem skyttu sem vekur athygli. Til að skora þessi 25 mörk sín í úrslitakeppninni þá hefur kappinn aðeins þurft að taka þrjátíu skot. Hann er því aðeins búinn að klikka á fimm skotum alla úrslitakeppnina en minna en eitt misheppnað skot að meðaltali í leik. Arnór hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem öflugur varnarmaður fyrir Eyjaliðið en það er ánægjuefni fyrir Eyjamenn að hann sé líka farinn að láta til sín taka í sóknarleiknum. Arnór Viðarsson í úrslitakeppninni: Leikur eitt á móti Stjörnunni: 7 mörk (88% skotnýting) og 2 stoðsendingar Leikur tvö á móti Stjörnunni: 7 mörk (100% skotnýting) og 1 stoðsending Leikur eitt á móti Haukum: 1 mark (50% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur tvö á móti Haukum: 1 mark (100% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur þrjú á móti Haukum: 4 mörk (80% skotnýting) og 3 stoðsendingar Leikur fjögur á móti Haukum: 5 mörk (71% skotnýting) og 4 stoðsendingar Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Arnór endaði leikinn með fimm mörk, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Hjá HB Statz var hann besti maðurinn, besti sóknarmaðurinn og besti varnarmaðurinn í leiknum. Það er eins og Arnór hafi hreinlega skipt um gír þegar úrslitakeppnin byrjaði. Hann var að skora 1,6 mörk í leik í deildarkeppninni en er með 4,2 mörk að meðaltali í leik í fyrstu sex leikjunum í úrslitakeppninni. Arnór skoraði 36 mörk samtals í 22 leikjum í deildinni og er aðeins ellefu mörkum frá því að jafna þá tölu í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppnina, kominn með 25 mörk í sex leikjum. Frammistaða þessa tvítuga stráks var ekki síst mikilvæg eftir að Sigtryggur Daði Rúnarsson meiddist í leik tvö á móti Haukum. Í síðustu tveimur leikjum án Sigtryggs þá var Arnór með 75 prósent skotnýting (9 af 12) og gaf að auki sjö stoðsendingar. Það er einkum frábær skotnýting hans sem skyttu sem vekur athygli. Til að skora þessi 25 mörk sín í úrslitakeppninni þá hefur kappinn aðeins þurft að taka þrjátíu skot. Hann er því aðeins búinn að klikka á fimm skotum alla úrslitakeppnina en minna en eitt misheppnað skot að meðaltali í leik. Arnór hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem öflugur varnarmaður fyrir Eyjaliðið en það er ánægjuefni fyrir Eyjamenn að hann sé líka farinn að láta til sín taka í sóknarleiknum. Arnór Viðarsson í úrslitakeppninni: Leikur eitt á móti Stjörnunni: 7 mörk (88% skotnýting) og 2 stoðsendingar Leikur tvö á móti Stjörnunni: 7 mörk (100% skotnýting) og 1 stoðsending Leikur eitt á móti Haukum: 1 mark (50% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur tvö á móti Haukum: 1 mark (100% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur þrjú á móti Haukum: 4 mörk (80% skotnýting) og 3 stoðsendingar Leikur fjögur á móti Haukum: 5 mörk (71% skotnýting) og 4 stoðsendingar
Arnór Viðarsson í úrslitakeppninni: Leikur eitt á móti Stjörnunni: 7 mörk (88% skotnýting) og 2 stoðsendingar Leikur tvö á móti Stjörnunni: 7 mörk (100% skotnýting) og 1 stoðsending Leikur eitt á móti Haukum: 1 mark (50% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur tvö á móti Haukum: 1 mark (100% skotnýting) og 0 stoðsendingar Leikur þrjú á móti Haukum: 4 mörk (80% skotnýting) og 3 stoðsendingar Leikur fjögur á móti Haukum: 5 mörk (71% skotnýting) og 4 stoðsendingar
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira