Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:06 Halldór Sigfússon viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt mikla möguleika gegn ógnarsterku liði Vals. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn