Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. maí 2022 07:00 Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Skúli hefur titil að verja í sumar en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í flokki sérútbúna flokknum. Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana. Eknar verða sex brautir hvorn daginn, þar á meðal verða hefðbundnari torfærubrautir, tímabrautir og svo það sem Hellukeppnirnar eru þekktastar fyrir ánna og mýrina sem eru á svæðinu. Þá má sjá bílana keyra á vatni. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðinum: Sindratorfæran á Hellu 2022. Venju samkvæmt eru keppendur, lið og bílar búin að taka ýmsum breytingum í vetur. Helst ber þar að nefna að Haukur Viðar Einarsson, hefur ásamt liði sínu sett um 1700 hestafla mótor í Hekluna. Haukur varð þriðji í Íslandsmeistaramótinu í fyrra, en með allt þetta afl er ljóst að Haukur og Heklan ætla sér stóra hluti. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. Geir Evert Grímsson keppti á nýsmíðuðum bíl í fyrra en með vél sem var ekki ætluð bílnum og hann hefur ásamt sínu liði nú sett öflugri vél í bílinn og það má því vænta enn frekari tilþrifa frá honum. Sindratorfæran verður haldinn af Flugbjörgunarsveitinni Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. HEKLU um helgina. Guðmundur Elíasson smíðaði svo nýjan bíl í vetur. Guðmundur er einn af Víkur þríeykinu. Þeir Ingi már Björnsson og Ingar Jóhannesson eru hinir tveir keppendurnir sem búa á Vík í Mýrdal. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem áhorfendur fá aðgang að keppninni á Hellu. Það er því von á að mikil spenna verði í fólki að koma og sjá bílana skauta yfir ánna og takast á við mýrina ásamt því að glíma við aðrar brautir. Auk þess verður keppnin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu. Akstursíþróttir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Eknar verða sex brautir hvorn daginn, þar á meðal verða hefðbundnari torfærubrautir, tímabrautir og svo það sem Hellukeppnirnar eru þekktastar fyrir ánna og mýrina sem eru á svæðinu. Þá má sjá bílana keyra á vatni. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðinum: Sindratorfæran á Hellu 2022. Venju samkvæmt eru keppendur, lið og bílar búin að taka ýmsum breytingum í vetur. Helst ber þar að nefna að Haukur Viðar Einarsson, hefur ásamt liði sínu sett um 1700 hestafla mótor í Hekluna. Haukur varð þriðji í Íslandsmeistaramótinu í fyrra, en með allt þetta afl er ljóst að Haukur og Heklan ætla sér stóra hluti. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. Geir Evert Grímsson keppti á nýsmíðuðum bíl í fyrra en með vél sem var ekki ætluð bílnum og hann hefur ásamt sínu liði nú sett öflugri vél í bílinn og það má því vænta enn frekari tilþrifa frá honum. Sindratorfæran verður haldinn af Flugbjörgunarsveitinni Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. HEKLU um helgina. Guðmundur Elíasson smíðaði svo nýjan bíl í vetur. Guðmundur er einn af Víkur þríeykinu. Þeir Ingi már Björnsson og Ingar Jóhannesson eru hinir tveir keppendurnir sem búa á Vík í Mýrdal. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem áhorfendur fá aðgang að keppninni á Hellu. Það er því von á að mikil spenna verði í fólki að koma og sjá bílana skauta yfir ánna og takast á við mýrina ásamt því að glíma við aðrar brautir. Auk þess verður keppnin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu.
Akstursíþróttir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent