Brutu 200 marka múrinn | Tveimur leikjum frá fullu húsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Alexia Putellas var meðal markaskorara í kvöld. Twitter@FCBfemeni Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona eru hársbreidd frá því að endurtaka leikinn á síðustu leiktíð þegar liðið vann þrennuna. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er það aðeins tveimur leikjum frá fullu húsi í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira