Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 11:56 Fagra Fríða í Akraneshöfn í gærkvöldi. Sigfús Jónsson strandveiðisjómaður við stýrið. Arnar Halldórsson 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. „Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41