Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 22:20 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12