Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að rannsaka þurfi ábyrgð ráðherranna í Íslandsbankamálinu. Vísir/Arnar Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14