Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir settist niður með blaðamanni Vísis í Prag þar sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira