Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 15:30 Óskar Örn ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. Hann hefði viljað þrjú stig frekar en glæsimark. Stöð 2 Sport Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti