Boris biðst afsökunar á partýstandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 16:25 Boris Johnson forsætisráðherra var sektaður í seinustu viku eftir að hafa verið gestur í samkvæmum sem fóru í bága við sóttvarnalög. AP/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Johnson var sektaður ásamt Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og fjölda annarra þingmanna fyrir að mæta í samkvæmi við Downingstræti þar sem fólksfjöldi fór yfir þær takmarkanir sem þá voru í gildi. Johnson baðst afsökunar samdægurs en stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar þeirra beggja. Fyrr í dag var ákveðið að þingið skildi kjósa um hvort mál forsætisráðherrans yrðu rannsökuð frekar og fer sú kosning fram seinna í vikunni. Þingmenn Verkamannaflokksins segja að þeir þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, sem kjósa gegn rannsókninni séu að kjósa með yfirhylmingu. Mætti seint eftir fund með þjóðarleiðtogum Johnson hafði nýlega lokið fundi með þjóðarleiðtogum á við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands þegar hann ávarpaði þingið. Johnson endurtók afsökunina sem hann gaf bresku þjóðinni fyrir viku síðan þegar hann var sektaður. „Um leið og mér barst sektin gerði ég mér grein fyrir reiðinni. Ég sagði þá að fólk ætti rétt á því að búast við meiru af forsætisráðherra þeirra,“ sagði Johnson. Gerði sér ekki grein fyrir lögbrotinu Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fundur í Downingstræti þar sem rætt var um hvernig ætti að tækla faraldurinn, gæti verið brot á lögunum. Hann segir það þó ekki vera afsökun á gjörðum sínum. „Ég mun bera virðingu fyrir ákvörðunum [lögreglunnar] í málinu og ávallt taka viðeigandi skref. Ég hef nú þegar breytt því hvernig hlutirnir virka í Downingstræti 10,“ sagði Johnson áður en hann fór að ræða málin í Úkraínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54