Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 11:06 Veðurstofan er með sólarhringsvakt og náttúruvársérfræðingur segir að grannt verði fylgst með virkninni. Vísir/Egill Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03