Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. apríl 2022 13:09 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira