Jordan Poole leiddi Stríðsmennina til sigurs í endurkomu Curry Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 09:31 Jordan Poole fór fyrir liði Golden State Warriors í nótt. Ezra Shaw/Getty Images Úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt í allri sinni dýrð með fjórum leikjum. Jordan Poole var allt í öllu þegar Golden State Warriors vann góðan 16 stiga sigur gegn Denver Nuggets, 123-107, í fyrsta leik Steph Curry með liðinu í rúman mánuð. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það voru gestirnir frá Denver sem leiddu með einu stigi þegar fyrsta leikhluta lauk, 27-26. Stríðsmennirnir tóku þó almennilega við sér í öðrum leikhluta og skoruðu 32 stig gegn 20 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 58-47. Heimamenn juku forskot sitt svo enn frekar í þriðja leikhluta og munurinn var orðinn 20 stig þegar lokaleikhlutinn rann upp. Heimamenn gátu því siglt heim nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 123-107, og leiða einvígið nú 1-0. Jordan Poole var stigahæstur í liði Golden State með 30 stig, en Steph Curry, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan 16. mars, skoraði 16. Í liði gestanna var Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig og tíu fráköst. Jordan Poole poured in 30 PTS to propel the @warriors to the Game 1 victory! #DubNationJordan Poole: 30 PTS, 5 3PMKlay Thompson: 19 PTS, 5 3PMGame 2: NUGGETS vs. WARRIORSMonday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/6FBszTfXxN— NBA (@NBA) April 17, 2022 Þá gerði lið Minnesota Timberwolves sér lítið fyrir og vann 13 stiga útisigur á Memphis Grizzlies. Minnesota endaði í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en Memphis liðið í öðru og því um nokkuð óvænt úrslit að ræða. Anthony Edwards fór fyrir Minnesota í stigaskorun og setti niður 36 stig, en liðsfélagi hans, Karl-Anthony Towns, skoraði 29 og tók 13 fráköst. Anthony Edwards poured in 36 pts in his playoff debut to lift the @Timberwolves to the 1-0 series lead! #RaisedByWolves Anthony Edwards: 36 PTS, 6 AST, 2 BLK, 4 3PMKAT: 29 PTS, 13 REBT-Wolves/GrizzliesGame 2: Tues. 8:30pm/et on NBA TV#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/MCx00WMI9T— NBA (@NBA) April 16, 2022 Úrslit næturinnar Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
Utah Jazz 99-93 Dallas Mavericks Minnesota Timberwolves 130-117 Memphis Grizzlies Toronto Raptors 111-131 Philadelphia 76ers Denver Nuggets 107-123 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum