„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:27 Glódís Perla Viggósdóttir ætlar sér á HM. Stöð 2 Sport „Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag. „Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25
„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14
„Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14
„Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02