Blása til mjög óhefðbundinna mótmæla í Hvalfirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Á morgun verður lendingaræfing bandarískra landgönguliða haldin í Hvalfirði. Myndin er tekin við undirbúning æfingar landgönguliða árið 2018. Vísir/Vilhelm Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á. „Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur. Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23