Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 22:31 Þjálfari Njarðvíkinga gat verið ánægður með sína menn í kvöld þó margt hafi væntanlega mátt fara betur. Hulda Margrét „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn