„Það eru engin leyndarmál í þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 08:00 Sif Atladóttir lék sinn 87. landsleik gegn Hvíta-Rússlandi á fimmtudaginn. vísir/bjarni Sif Atladóttir, aldursforseti íslenska fótboltalandsliðsins, á von á erfiðum leik gegn Tékkum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Með sigri í honum komast Íslendingar á topp C-riðils undankeppninnar. „Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
„Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira