Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Strendur Mallorca hreinsaðar í febrúar sl. Vísir/Getty Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska. Spánn Umhverfismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska.
Spánn Umhverfismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira