Tvær vígðar inn í hundrað leikja klúbbinn og met Söru stóð tæpt Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 14:32 Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa verið burðarásar í íslenska landsliðinu síðasta áratuginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT/GETTY Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 16 og ná því 100 landsleikja áfanganum á sama tíma. Leikurinn við Hvít-Rússa er í undankeppni HM í fótbolta og með sigri í dag heldur íslenska liðið öllum möguleikum opnum í baráttunni við Holland og Tékkland um að komast í lokakeppnina. Leikurinn markar einnig tímamót því að í dag eignast Hella og Kópavogur nýjar 100 landsleikja konur. Með þessu afreki Dagnýjar og Glódísar hafa tólf íslenskar knattspyrnukonur náð því að spila 100 A-landsleiki. Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99 Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið en fyrir leikinn við Hvít-Rússa hafði hún leikið 136 A-landsleiki. Sara á einnig metið yfir það vera yngst til að ná 100 landsleikjum og heldur því þrátt fyrir að Glódís sé aðeins 26 ára og 9 mánaða í dag. Sara var 26 ára og 5 mánaða þegar hún lék sinn 100. landsleik í mars 2017. Dagný Brynjarsdóttir er þriðja markahæst í sögu landsliðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir verður þó markahæst um ókomin ár enda skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Annar Rangæingurinn sem nær hundrað landsleikjum Dagný, sem er þrítug, lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar árið 2010 í 2-0 tapi gegn Bandaríkjunum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Hún hefur verið burðarás í íslenska liðinu um árabil og leikið stórt hlutverk á tveimur Evrópumótum, 2013 og 2017. Hún er þriðja markahæst í sögu landsliðsins með 33 mörk og langmarkahæst af þeim sem enn eru í landsliðinu, ellefu mörkum fyrir ofan Söru. Eitt eftirminnilegasta mark Dagnýjar var sigurmarkið gegn Hollandi á EM 2013 sem tryggði Íslandi sinn besta árangur - sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Dagný hóf að spila fótbolta með Knattspyrnufélagi Rangæinga og er annar leikmaður félagsins til að ná 100 landsleikjum, á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur sem er einmitt næstmarkahæsta landsliðskonan með 37 mörk. Dagný hefur á sínum ferli meðal annars orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München og Bandaríkjameistari með Portland Thorns, auk þess að vinna fjóra Íslandmeistaratitla með Val. Hún er í dag leikmaður West Ham. Aðeins misst af einum mótsleik frá árinu 2013 Glódís kom inn í landsliðið 4. ágúst 2012, þá aðeins 17 ára og 1 mánaðar gömul. Hún hefur síðan stimplað sig inn sem besti varnarmaður í sögu landsliðsins og spilað með því á EM 2013 og 2017. Báðar verða þær Dagný svo í eldlínunni á EM í Englandi í sumar og með sigri í dag aukast líkurnar á að þær spili í fyrsta sinn á HM á næsta ári. Glódís hefur í 99 landsleikjum skorað sex mörk. Hún hefur aðeins misst af níu landsleikjum á þeim tíu árum sem liðin eru síðan að hún hóf landsliðsferilinn. Frá því að hún spilaði í lokakeppni EM árið 2013 hefur Glódís aðeins misst af einum leik í undan- eða lokakeppni stórmóts en það var gegn Kýpur í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, í október í fyrra. Glódís var þá á bekknum í afar auðveldum 5-0 sigri. Glódís, sem er uppalin hjá HK, hefur meðal annars orðið bikarmeistari með Stjörnunni, Svíþjóðarmeistari og sænskur bikarmeistari með Rosengård, og er nú leikmaður Bayern München. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Leikurinn við Hvít-Rússa er í undankeppni HM í fótbolta og með sigri í dag heldur íslenska liðið öllum möguleikum opnum í baráttunni við Holland og Tékkland um að komast í lokakeppnina. Leikurinn markar einnig tímamót því að í dag eignast Hella og Kópavogur nýjar 100 landsleikja konur. Með þessu afreki Dagnýjar og Glódísar hafa tólf íslenskar knattspyrnukonur náð því að spila 100 A-landsleiki. Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99 Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið en fyrir leikinn við Hvít-Rússa hafði hún leikið 136 A-landsleiki. Sara á einnig metið yfir það vera yngst til að ná 100 landsleikjum og heldur því þrátt fyrir að Glódís sé aðeins 26 ára og 9 mánaða í dag. Sara var 26 ára og 5 mánaða þegar hún lék sinn 100. landsleik í mars 2017. Dagný Brynjarsdóttir er þriðja markahæst í sögu landsliðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir verður þó markahæst um ókomin ár enda skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Annar Rangæingurinn sem nær hundrað landsleikjum Dagný, sem er þrítug, lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar árið 2010 í 2-0 tapi gegn Bandaríkjunum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Hún hefur verið burðarás í íslenska liðinu um árabil og leikið stórt hlutverk á tveimur Evrópumótum, 2013 og 2017. Hún er þriðja markahæst í sögu landsliðsins með 33 mörk og langmarkahæst af þeim sem enn eru í landsliðinu, ellefu mörkum fyrir ofan Söru. Eitt eftirminnilegasta mark Dagnýjar var sigurmarkið gegn Hollandi á EM 2013 sem tryggði Íslandi sinn besta árangur - sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Dagný hóf að spila fótbolta með Knattspyrnufélagi Rangæinga og er annar leikmaður félagsins til að ná 100 landsleikjum, á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur sem er einmitt næstmarkahæsta landsliðskonan með 37 mörk. Dagný hefur á sínum ferli meðal annars orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München og Bandaríkjameistari með Portland Thorns, auk þess að vinna fjóra Íslandmeistaratitla með Val. Hún er í dag leikmaður West Ham. Aðeins misst af einum mótsleik frá árinu 2013 Glódís kom inn í landsliðið 4. ágúst 2012, þá aðeins 17 ára og 1 mánaðar gömul. Hún hefur síðan stimplað sig inn sem besti varnarmaður í sögu landsliðsins og spilað með því á EM 2013 og 2017. Báðar verða þær Dagný svo í eldlínunni á EM í Englandi í sumar og með sigri í dag aukast líkurnar á að þær spili í fyrsta sinn á HM á næsta ári. Glódís hefur í 99 landsleikjum skorað sex mörk. Hún hefur aðeins misst af níu landsleikjum á þeim tíu árum sem liðin eru síðan að hún hóf landsliðsferilinn. Frá því að hún spilaði í lokakeppni EM árið 2013 hefur Glódís aðeins misst af einum leik í undan- eða lokakeppni stórmóts en það var gegn Kýpur í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, í október í fyrra. Glódís var þá á bekknum í afar auðveldum 5-0 sigri. Glódís, sem er uppalin hjá HK, hefur meðal annars orðið bikarmeistari með Stjörnunni, Svíþjóðarmeistari og sænskur bikarmeistari með Rosengård, og er nú leikmaður Bayern München.
Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn