„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 14:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari í byrjun árs 2021. Getty/Oliver Hardt Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn