Ögrar staðalmyndum um kynþokka með einstöku fatavali á meðgöngunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. apríl 2022 07:00 Tónlistarkonan Rihanna fer ótroðnar slóðir í fatavali sínu á meðgöngunni. Tónlistarkonan og töffarinn Rihanna lætur óléttukúluna ekki stoppa sig þegar kemur að djörfu og glæsilegu fatavali á meðgöngunni. Rihanna gengur með sitt fyrsta barn og segist hún um leið reyna að ögra staðalmyndum um kynþokka. Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Margir foreldrar „haugar“ sem leyfa sér að ala upp símafíkla Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira