DeChambeau hunsar ráðleggingar lækna og spilar á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 17:00 Bryson DeChambeau komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Valero Texas Open um helgina. getty/Stacy Revere Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau ætlar að spila á Masters-mótinu í vikunni þvert á ráðleggingar lækna hans. Hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur og er hundrað prósent klár í slaginn. Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun. Golf Masters-mótið Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
Masters, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Venju samkvæmt fer mótið fram á Augusta National vellinum í Georgíu. DeChambeau verður meðal keppenda þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hann braut bein í höndinni og meiddist á mjöðm þegar hann rann á marmaragólfi þegar hann var að spila borðtennis. DeChambeau harkaði af sér og hefur spilað á mótum undanfarnar tvær helgar. Og hann verður með á Masters. „Þetta er bara einu sinni á ári og ég verð að láta þetta reyna,“ sagði DeChambeau. „Venjulega tekur það fjóra mánuði fyrir bein að gróa en ég er kominn til baka eftir tvo mánuði. Ég er ánægður með það. Ég er sennilega áttatíu prósent klár núna. Ég get samt ekki æft af fullum krafti og lengi og þarf bara að meta hlutina.“ Læknar DeChambeaus eru ekkert sérstaklega hrifnir af því að hann taki þátt á Masters en freistingin var of mikil fyrir Bandaríkjamanninn hrausta. „Þeir mæltu með því að ég tæki mér góða hvíld en sögðu að ef ég gæti slegið bolta og ekki fundið neitt athugavert gæti ég íhugað það,“ sagði DeChambeau. „Þeir sögðu að ég ætti að leyfa þessu að gróa og þjálfarinn minn [Chris Como] var eiginlega sammála, jafnvel þótt hann vilji að ég spili. Hann ber hag minn fyrir brjósti.“ DeChambeau hefur unnið einn risatitil á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótið 2020. Besti árangur hans á Masters er 21. sæti 2016. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Masters á Stöð 2 Golf. Fyrsta beina útsendingin hefst klukkan 19:00 á morgun.
Golf Masters-mótið Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira