Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:01 Callum Reese Lawson og félagar í Valsliðinu hefja úrslitakeppnina í kvöld. Lawson vann úrslitakeppnina og þar með Íslandsmeistaratitilinn með Þór Þorlákshöfn í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. 5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás. Subway-deild karla Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira