Aron Kristján um næsta leik við Val: Það er bara úrslitaleikur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. apríl 2022 22:45 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans eru á toppnum. Vísir/Hulda Margrét Haukarnir náðu að klára KA í kvöld með góðum endaspretti og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins var ánægður með viljastyrj sinna manna. Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“ Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“
Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira